KR – Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Stórleikur kvöldsins er viðureign Grindavík og KR í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Leikurinn fer fram á KR velli og hefst klukkan 19:15.  

KR hefur gefið út leikskrá fyrir leikinn þar sem margan fróðleik er að finna.

“Liðsmenn beggja félaga Óskar Örn Hauksson er sá eini úr
leikmannahópum félaganna sem hefur leikið með báðum félögum í efstu deild.
Sjö aðrir hafa leikið með báðum félögum í efstu deild: Björn Skúlason, Grétar Ólafur Hjartarson, Haukur Ingi Guðnason, Jóhann Þórhallsson, Ólafur Gottskálksson, Þorsteinn Guðjónsson og Þorsteinn E. Jónsson.
Scott McKenna Ramsey lék átta leiki með KR árið 2003. Enginn þeirra var þó í efstu deild.
Guðjón Þórðarson og Luka Kostic eru þeir einu sem hafa þjálfað bæði félög í efstu deild. Guðjón þjálfaði KR árin 1994 og 1995 og Grindavík í fyrra. Luka árið 1996 og fram
á árið 1997. Guðjón var þjálfari KR þegar við mættum Grindavík í Bikarúrslitum árið 1994.”

Stinningskaldi ætlar að vera með sætaferðir ef nægur fjöldi meldar sig í rútuna, nánari upplýsingar á Facebook síðu Stinningskalda.