Grindavík – BÍ/Bolungarvík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík tekur á móti BÍ/Bolungarvík í dag klukkan 14:00 í 1.deild karla.  Í hálfleik er staðan 2-1 fyrir Grindavík.  Magnús Björgvinsson kom Grindavík yfir snemma í leiknum.  Alexander Veigar Þórarinsson jafnaði gegn sínu gamla liði í einu almennilegu sókn BÍ í leiknum.  Stefán Pálsson kom Grindavík yfir stuttu fyrir leikhlé með þrumuskoti af 25 metra færi.

BÍ/Bolungarvík var á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir en deila því núna með Víking sem vann Fjölni í gær.

Með BÍ spila tveir leikmenn sem hafa áður leikið með Grindavík, Alexander Veigar Þórarinsson og Loic Ondo.

Grindavík er um miðja deild eftir sigur og tap í fyrstu tveimur leikjunum.  Með sigri kemst Grindavík hinsvegar í toppsætið ásamt Víking, Haukum og BÍ en fyrirfram var spáð að þessi lið ásamt KA mundu berjast við Grindavík um sæti í efstu deild að ári.