Risapottur um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Við viljum minna á getraunastarf knattspyrnudeildar Grindavíkur þar sem fólk kemur og tippar á laugardögum yfir nýmöluðu kaffi og ferskum snúðum frá Hérastubbi.  Um helgina er nefnilega risapottur og 240 milljónir í pottinum og því til mikils að vinna. Þrettán réttir hafa nokkrum sinnum dottið inn í gulahús og hver veit nema einn slíkur komi um helgina. 

Hilmar skoraði fyrir U15

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Hilmar Andrew McShane er þessa dagana í Sviss þar sem hann spilar með U-15 landsliði sem keppir um sæti á Olympíuleikum ungmenna fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári. Ísland spilar tvo leiki, fyrst gegn Finnum sem þeir sigurðu 2-0 með marki frá Hilmari og Helga Guðjónssyni. Seinni leikurinn fer fram í dag klukkan 13:00 þar sem íslenska liðið …

Hilmar valinn í U-15 ára landsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Freyr Sverrisson, þjálfari U15 landsliðs karla, hefur valið landsliðshóp sem mun taka fyrir Íslands hönd í undankeppni Ólympíumóts æskunnar í Sviss 17-22 október næstkomandi.  Grindavík á einn fulltrúa í þessum hóp en það Hilmar Andrew McShane Hilmar leikur með 4.flokk þar sem hann skoraði 29 mörk B riðli Íslandsmótsins í 9 leikjum auk þess að spila tvo leiki með 2.flokk. …

Fótboltaæfingar hefjast í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Æfingar hjá knattspyrnudeildinni hefjast í dag.  Allar æfingar fara fram í Hópinu.  Á myndinni hér að ofan má sjá hvenær hver flokkur æfir.  Einnig er taflan aðgengileg á www.umfg.is/fotbolti/aefingar

Tímabilið ekki búið hjá Daníel Leó og Stefáni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Daníel Leó Grétarsson og Stefán Þór Pálsson hafa báðir verið valdir í U19 sem tekur þátt í undankeppni EM í Belgíu 8-16. október. Af 18 manna hóp eru helmingur leikmanna í íslenskum liðum og því góður árangur að hafa tvo leikmenn úr Grindavíkurliðinu í þessum hóp. Ísland mætir Frökkum 10. október, Belgum 12.okt og Norður Írlandi 15.október.

Uppskeruhátíð 3. og 4 flokks

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Uppskeruhátíð 3. og 4. flokks knattspyrnudeildar UMFG fór fram á dögunum. Hún var vel sótt af iðkendum og ekki síst foreldrum. Grétar Valur Schmidt formaður unglingaráðs fór yfir starf síðasta árs og þakkaði öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn. Kökuhlaðborðið klikkaði ekki og verður það bara glæsilegra með hverju árinu sem er að líða. Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokkanna stjórnaði …

Juraj Grizelj og Margrét Albertsdóttir valin best

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur var haldið í gærkveldi með pompi og prakt.  Meðal atriða á lokahófinu var kjör á leikmönnum ársins.  Juraj Grizelj og Margrét Albertsdóttir hlutu þann heiður. Hjá öðrum flokki karla var Ivan Jugovic markahæstur með 8 mörk í 13 leikjum.  Marinó Axel Helgason var kosinn efnilegastur og Nemanja Latinovic bestur. Hjá kvennaflokki var Margrét Albertsdóttir markahæst og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir …

Lokaleikur í 1.deildinni á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík spilar vonandi sinn síðasta leik í 1.deildinni í langan tíma á morgun klukkan 14:00.  Grindavík tekur þá á móti Bjarna Jóhannssyni og lærisveinum hans hjá KA.  KA er um miðja deild en Grindavík þarf sigur að halda og helst að Víkingur og/eða Fjölnir misstígi sig. Fjölnir er einu stigi ofar en Víkingur og Grindavík í 2-3 sæti og Víkingur …

Uppskeruhátíð 3. og 4 flokks

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Uppskeruhátíð 4. flokks og 3. flokks karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin miðvikudaginn 18. september kl. 17:00 á sal Grunnskóla Grindavíkur.  Dagskrá: • Verðlaunaafhending • Hið fræga kökuhlaðborð er á sínum stað en undanfarin ár hafa flottustu foreldrar á Íslandi (Grindavíkurforeldrarnir) séð um að baka og lagst á eitt við að stútfylla sameiginlegt hlaðborð af kræsingum.Foreldrar sérstaklega velkomnir. KveðjaUnglingaráð …

Stórsigur gegn KF

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Rétt í þessu lauk leik Grindavíkur og KF á Ólafsfirði.  Leiknum lauk með frábærum 7 marka sigur hjá okkar mönnum, 7-0.  Baráttan um sæti í efstu deild er að stórum hluta tengt markatölu en Víkingar sem voru með einnig með 11 mörk í plús fyrir umferðina sigruðu Völsung 16-0! Það stefnir því allt í mjög spennandi lokaumferð eftir viku.   …