Hilmar skoraði fyrir U15

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Hilmar Andrew McShane er þessa dagana í Sviss þar sem hann spilar með U-15 landsliði sem keppir um sæti á Olympíuleikum ungmenna fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári.

Ísland spilar tvo leiki, fyrst gegn Finnum sem þeir sigurðu 2-0 með marki frá Hilmari og Helga Guðjónssyni. Seinni leikurinn fer fram í dag klukkan 13:00 þar sem íslenska liðið mætir Moldovíu.  Það lið sem vinnur fer til Kína sem mun eflaust verða mikið ævintýrir fyrir Hilmar og landsliðið.

Byrjunarlið dagsins í dag er eftirfarandi:

Markvörður:    
Aron Birkir Stefánsson    
Aðrir leikmenn:    
Kristinn Pétursson    
Karl Viðar Magnússon  
Torfi Tímoteus Gunnarsson
Alex Þór Hauksson    
Kolbeinn Birgir Finnsson  
Aron Kári Aðalsteinsson      
Hilmar Andrew McShane  
Kristófer Ingi Kristinsson  
Áki Sölvason    
Ísak Atli Kristjánsson