Skagamenn heimsóttu okkur Grindvíkinga tvisvar í liðinni viku og er skemmst frá því að segja að Grindavík vann báðar viðureignir. Í bikarnum unnum við nokkuð öruggan sigur síðastliðinn þriðjudag, 4-1. Á laugardag mættust liðin svo í deildinni og fór leikurinn 3-2 fyrir Grindavík. Grindvíkingar komust í 3-1 á 73. mínútu. Mörk Grindvíkinga skoruðu þeir Jósef Kristinn Jósefsson og Tomislav Misura …
Sigrar um helgina
Bæði karla og kvennalið Grindavíkur stóðu sig vel um helgina í 1.deildinni þar sem þau sigruðu sína leiki. Strákarnir tóku á móti ÍA sem endaði 3-2 og stelpurnar sigruðu Hamrana fyrir norðan 2-1 Sigurinn á ÍA var nokkuð öruggur þar sem Grindavík var betri allan leikinn. Jósef Kristinn Jósefsson skoraði tvö keimlík mörk áður(seinna markið e.t.v. sjálfsmark en skráum það …
Grindavík mætir Víking í bikarnum
Í hádeginu var dregið í 32 liða úrslit Borgunarbikarsins. Víkingur var dregið upp úr hattinum og Grindavík þar á eftir þannig að Grindavík fer í Víkina og mætir heimamönnum þann 28.maí klukkan 19:15 Grindavík komst í pottinn með því að sigra ÍA 4-1 en Víkingur, eins og önnur Pepsideildarlið, fer beint í 32 liða úrslit. Þó að leikir liðanna hafa …
Áfram í bikarnum
Grindavík er komið áfram í Borgunarbikarnum eftir góðan sigur á skagamönnum í gær. Lokatölur voru 4-1 fyrir Grindavík þar sem Juraj Grizelj og Magnús Björgvinsson sáu um að skora mörkin. Grindavíkurliðið var að spila mjög vel í gær fyrir utan smá kafla þegar ÍA minnkaði muninn í seinni hálfleik. Daníel Leó og Andri ásamt Óskari í markinu höfðu tiltölulega náðugan …
Skagamenn í heimsókn í bikarnum
Í kvöld kl. 19:15 mætast á Grindavíkurvelli lið Grindavíkur og Skagamanna í 64-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Þetta verður án efa hörkuleikur en þessum liðum er spáð tveimur efstu sætunum í 1. deildinni í sumar. Þess má geta að liðin mætast aftur á Grindavíkurvelli næstkomandi laugardag í deildinni. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjölmenna á völlinn og styðja okkar …
Bacalaomótið 2014 verður haldið 31.maí
Nú styttist í sjómannahelgina og Sjóarann síkáta og þá er tími til komin að huga að Bacalaomótinu 2014 sem er knattspyrnumót fyrir 30 ára og eldri, fyrrum knattspyrnuhetjur Grindvíkinga nær og fjær. Bacalaomótið er nú haldið í fjórða sinn og höfum við alltaf fengið góðar undirtektir, nú er því um að gera að taka daginn frá, þ.e. 31. maí 2014. Nánari upplýsingar …
Fyrsti leikur á morgun
Grindavík hefur leik í 1.deild á morgun þegar þeir mæta Leikni í Breiðholtinu klukkan 14:00. Fótbolti.net hefur tekið saman spá fyrirliða og þjálfara í deildinni og telja þeir að Grindavík endi í 1.sætinu sem við hljótum að vera sammála. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópnum frá því í fyrra. Eftirfarandi leikmenn er komnir: Andri Ólafsson frá KRJoe Yoffe frá …
Aðalfundur UMFG 2014
Aðalfundur UMFG 2014 ( Aðalstjórn) Ungmannafélag Grindavíkur ákvað á stjórnarfundi sem haldinn var 03.mars 2014 að halda aðalfund UMFG 2014. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 11.maí 2014 kl 20:00 í Framsóknarhúsinu við Víkurbraut. Dagskrá fundarins er: Venjulega aðalfundarstörf
Sala á árskortum – Brunch í Gula húsinu
Fótboltasumarið er að hefjast hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu. Stuðningsmenn ætla að hittast í “brunch” í Gula húsinu sunnudaginn 11. maí kl 12:00 til 14:00. Þá fer fram sala á árskortum sem verða með nýjungum. Fylgst verður með lokaumferð í enska boltanum á Sky sport stöðvum í Gulahúsinu eftir kl 14:00. * Árskorthafar verða með upphitun 1 klst fyrir alla heimaleiki mfl karla …
Tomislav Misura semur við Grindavík
Slóvenin Tomislav Misura hefur samið við Grindavík til þriggja ára. Tomislav er 33 ára og hefur síðustu tvo tímabil verið leikmaður Beijing Baxy í Kína. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins og með Tomislav á myndinni er Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur og Rúnar Sigurjónsson formaður meistaraflokksráðs Grindavíkur. Tomislav er sóknarmaður sem spilað hefur um víða veröld m.a. Kína og í …