Fyrsti leikur á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur leik í 1.deild á morgun þegar þeir mæta Leikni í Breiðholtinu klukkan 14:00.  Fótbolti.net hefur tekið saman spá fyrirliða og þjálfara í deildinni og telja þeir að Grindavík endi í 1.sætinu sem við hljótum að vera sammála.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópnum frá því í fyrra.

Eftirfarandi leikmenn er komnir:

Andri Ólafsson frá KR
Joe Yoffe frá Selfossi
Michael J Jónsson til baka frá Reyni Sandgerði
Milos Jugovic til baka frá Austurríki
Tomislav Misura frá Kína

og eftirfarandi leikmenn hafa sagt skilið við Grindavík í bili:

Alen Sutej
Denis Sytnik
Guðfinnur Þórir Ómarsson
Hafþór Ægir Vilhjálmsson
Jóhann Helgason í KA
Igor Stanojevic til Serbíu
Stefán Þór Pálsson í Breiðablik (var á láni)
Ægir Þorsteinsson