Sigrar um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Bæði karla og kvennalið Grindavíkur stóðu sig vel um helgina í 1.deildinni þar sem þau sigruðu sína leiki.  Strákarnir tóku á móti ÍA sem endaði 3-2 og stelpurnar sigruðu Hamrana fyrir norðan 2-1

Sigurinn á ÍA var nokkuð öruggur þar sem Grindavík var betri allan leikinn.  Jósef Kristinn Jósefsson skoraði tvö keimlík mörk áður(seinna markið e.t.v. sjálfsmark en skráum það á Jobba) og Tomislav Misura bætti við þriðja markinu.

ÍA komst reyndar fyrst yfir og minnkuðu svo muninn undir lokin.  Þrátt fyrir tapið virðist sem Jón Vilhelm hjá skagamönnum ekki hafa misst kímnigáfuna því hann átti þetta þrælsniðuga komment eftir leikinn í viðtali hjá fótbolti.netVið byrjuðum ágætlega og skoruðum en þeir skoruðu svo í fyrsta sinn sem þeir komust yfir miðju. Við lágum svo meira og meira á þeim allan seinni hálfleikinn”

Jankó hafði hinsvegar þetta að segja eftir leikinn “Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum var mjög mikilvægt að vinna Skagamenn tvisvar. Eftir þennan sigur verður mjög erfitt að sigra okkur,”

“Í fyrra unnum við fyrsta leik en núna töpuðum við honum. Eftir tapið gegn Leikni ætlum við að vinna alla leiki sem eftir eru. Við mætum næst BÍ/Bolungarvík og þar ætlum við að spila okkar bolta og fá þrjú stig heim.”

 

Stelpurnar gerðu góða ferð á Akureyri þar sem þær sigruðu Hamrana 2-1.  Mörk Grindavíkur skoruðu Helga Guðrún Kristinsdóttir og Margrét Albertsdóttir. Eins og hjá strákunum þá var andstæðingurinn fyrri til að skora en stelpurnar komu til baka og tóku þrjú stig.