Skagamenn í heimsókn í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Í kvöld kl. 19:15 mætast á Grindavíkurvelli lið Grindavíkur og Skagamanna í 64-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Þetta verður án efa hörkuleikur en þessum liðum er spáð tveimur efstu sætunum í 1. deildinni í sumar. Þess má geta að liðin mætast aftur á Grindavíkurvelli næstkomandi laugardag í deildinni.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjölmenna á völlinn og styðja okkar menn til sigurs.

Áfram Grindavík!