Sala á árskortum – Brunch í Gula húsinu

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fótboltasumarið er að hefjast hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu.  Stuðningsmenn ætla að hittast í “brunch” í Gula húsinu sunnudaginn 11. maí kl 12:00 til 14:00. Þá fer fram sala á árskortum sem verða með nýjungum. Fylgst verður með lokaumferð í enska boltanum á Sky sport stöðvum í Gulahúsinu eftir kl 14:00.

* Árskorthafar verða með upphitun 1 klst fyrir alla heimaleiki mfl karla í Gulahúsinu í sumar, léttar veitingar
* Í hálfleik verður korthöfum boðið uppá kaffiveitingar

Verð á árskortum:
* Árskort á alla heimaleik í 1. deild + miði á lokahóf + eldri treyja kr. 20.000
* Árskort á alla heimaleiki í 1. deild kr. 15.000
* Árskort fyrir 12-16 ára kr 5.000

Fyrsti leikur er útileikur laugardaginn 10 maí kl 14:00 á móti Leikni Reykjavík. Síðan er bikarleikur þriðjudaginn 13 maí kl 19:15 á móti Skagamönnum.

Við ætlum að eiga skemmtilegt fótboltasumar saman og stefnum öll í sömu átt.
Hvert ert þú að fara í sumar ?