Dagur Traustason á láni til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur fengið liðsstyrk í Lengjudeild karla því framherjinn ungi, Dagur Traustason, er kominn til félagsins á láni frá FH. Dagur er fæddur árið 2005 og verður 18 ára síðar á árinu. Hann lék á láni hjá ÍH í 3. deildinni á síðasta tímabili og skoraði þar 6 mörk í 13 leikjum.

„Ég er mjög ánægður að vera kominn til Grindavíkur. Þetta er flott félag sem ætlar sér stóra hluti í sumar. Hér eru margir flottir leikmenn sem ég vonast til að geta lært mikið af í sumar og orðið að betri leikmanni. Fyrir mig er það mjög spennandi tækifæri að ganga til liðs við Grindavík og vonandi get ég hjálpað félaginu í sumar,“ segir Dagur Traustason.

Dagur verður á láni hjá Grindavík út tímabilið en hann hefur staðið sig vel á æfingum og heillað þjálfarateymi félagsins. Dagur mun leika í númeri 95 í sumar.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Dag velkominn til félagsins og hlökkum við til að sjá hann í Grindavíkurtreyjunni í sumar.

Áfram Grindavík!