Jasmine Colbert gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

 Grindavík hefur samið við framherjann Jasmine Colbert um að leika með Grindavík í Lengjudeild kvenna í sumar. En fyrir í liðinu er tvíburasystir hennar Jada.

Jasmine kemur úr Iowa State háskólanum en hún hafði einnig stundað nám í University of Albany frá 2018 til 2021.

„Ég er mjög sáttur með að hafa getað fengið Jasmine til okkar. Hún mun klárlega styrkja okkar sóknarleik og eru spennandi tímar framundan hjá okkur,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari meistaraflokks Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Jasmine velkomna til félagsins.

Áfram Grindavík!