Chanté Sandiford í þjálfarateymi Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Chanté Sandiford hefur verið ráðin sem nýr aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Grindavíkur í knattspyrnu. Chante Sherese Sandiford er fædd árið 1990 og kemur frá Bandaríkjunum. Hún hefur verið hér á landi frá því um 2015 að spila fótbolta og er því vel kunnug bæði íslenskum kvennafótbolta og tungumálinu.

Hún á að baki hér á landi 159 KSÍ leiki með liðum eins og Selfossi, Haukum og Stjörnunni. Hún hefur metnað fyrir þjálfun og frábært fyrir okkar stelpur að fá hana inní okkar starf.

Chanté mun einnig sjá um markamannsþjálfun hjá meistaraflokki kvenna og yngri flokkum hjá stúlkum. Jafnframt mun Chanté koma inn í þjálfun yngri flokka hjá félaginu og þjálfa 4. og 7. flokk kvenna.

„Það er frábært að fá Chanté til félagsins. Hún á að baki frábæran feril sem leikmaður og mun koma sterk inn í þjálfun hjá félaginu. Ég hlakka til samstarfsins og býð Chanté velkomna til félagsins,“ segir Steinberg Reynisson, formaður meistaraflokksráðs.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Chanté velkomna til félagsins!

Þorfinnur Gunnlaugsson, formaður unglingaráðs, og Chanté Sandiford.