Martin Montipo í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Martin Montipo er genginn til liðs við Grindavík og hefur hann félagaskipti frá Vestra á Ísafirði. Martin er 22 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem getur leyst margar stöður. Hann er uppalinn hjá Parma á Ítalíu en á fjölskyldu hér á landi og hefur einnig leikið með Kára á Akranesi.

Martin æfði með Grindavík í viku og í kjölfarið var ákveðið að semja við leikmanninn út tímabilið 2023. Martin hefur leikið 19 leiki í Lengjudeildinni og skorað 5 mörk.

„Martin er hæfileikaríkur leikmaður sem styrkir okkar hóp. Martin er hávaxinn en leikinn leikmaður sem býr yfir eiginleikum sem geta hjálpað okkur á síðasta þriðjungi vallarins. Koma hans styrkir breiddina hjá okkur og eykur samkeppnina í okkar öfluga leikmannahóp,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur.

Martin er kominn með leikheimild með Grindavík og verður í leikmannahópi liðsins gegn KR í Lengjubikarnum í kvöld.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Martin velkominn til félagsins!