Aðalfundur Knattspyrnudeildar þann 9. mars

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram fimmtudaginn 9. mars kl. 19:00 í Gula húsinu við Austurveg.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

1) Fundarsetning
2) Kosinn fundarstjóri – Kosinn fundarritari
3) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar.
4) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.

5) Önnur mál.

Athygli er vakin á því að lagt verður til á aðalfundinum að kosning stjórnar verði frestað fram til aukaaðalfundar Knattspyrnudeildar sem fram fer í október 2023. Ný stjórn var kjörin á aukaaðalfundi eftir síðasta keppnistímabil 2022.

Hvetjum allt knattspyrnuáhugafólk í Grindavík til að mæta.

Áfram Grindavík!