Jasmine Colbert gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

 Grindavík hefur samið við framherjann Jasmine Colbert um að leika með Grindavík í Lengjudeild kvenna í sumar. En fyrir í liðinu er tvíburasystir hennar Jada. Jasmine kemur úr Iowa State háskólanum en hún hafði einnig stundað nám í University of Albany frá 2018 til 2021. „Ég er mjög sáttur með að hafa getað fengið Jasmine til okkar. Hún mun klárlega …

Edi Horvat til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur samið við framherjann Edi Horvat um að leika með félaginu í Lengjudeild karla í sumar. Edi kemur frá Króatíu og er 25 ára gamall. Hann hefur leikið með NK Krka í Slóveníu síðustu mánuði en var þar áður á mála hjá Legion FC í USLC deildinni í Bandaríkjunum. Edi var á reynslu hjá félaginu í nokkra daga. Hann …

Grindavík fær tvo leikmenn að láni frá Stjörnunni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur fengið tvo efnilega leikmenn að láni frá Stjörnunni sem munu leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Þetta eru þær Mist Smáradóttir og Heiðdís Emma Sigurðardóttir sem eru báðar fæddar árið 2005. Heiðdís Emma er efnilegur markmaður sem á framtíðina fyrir sér. Hún hefur æft með meistaraflokki Stjörnunnar undanfarin tvö ár. Hún lék 9 leiki með Álftanes …

Martin Montipo í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Martin Montipo er genginn til liðs við Grindavík og hefur hann félagaskipti frá Vestra á Ísafirði. Martin er 22 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem getur leyst margar stöður. Hann er uppalinn hjá Parma á Ítalíu en á fjölskyldu hér á landi og hefur einnig leikið með Kára á Akranesi. Martin æfði með Grindavík í viku og í kjölfarið var ákveðið …

Jada Cobert gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur samið við framherjann Jada Colbert um að leika með Grindavík í Lengjudeild kvenna í sumar. Jada kemur úr Iowa State háskólanum en hún hafði einnig stundað nám í University of Albany frá 2018 til 2021 „Ég er virkilega sáttur með að Jada ætli að taka slaginn með okkur í sumar. Hún býr yfir miklum hraða og tækni sem …

Aðalfundur Knattspyrnudeildar þann 9. mars

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram fimmtudaginn 9. mars kl. 19:00 í Gula húsinu við Austurveg. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1) Fundarsetning 2) Kosinn fundarstjóri – Kosinn fundarritari 3) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar. 4) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 5) Önnur mál. Athygli er vakin á …

Tómas Orri til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Tómas Orri Róbertsson er genginn til liðs við Grindavík út tímabilið í Lengjudeild karla. Tómas Orri er á 19. aldursári og leikur stöðu miðjumanns. Hann kemur á láni frá Breiðablik. Tómas Orri hefur verið í landsliðsúrtökum hjá U19 ára landsliði Íslands. Hann hefur leikið nokkra leiki með Breiðablik á undirbúningstímabilinu og staðið sig vel. „Það er mjög gott að fá …

Chanté Sandiford í þjálfarateymi Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Chanté Sandiford hefur verið ráðin sem nýr aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Grindavíkur í knattspyrnu. Chante Sherese Sandiford er fædd árið 1990 og kemur frá Bandaríkjunum. Hún hefur verið hér á landi frá því um 2015 að spila fótbolta og er því vel kunnug bæði íslenskum kvennafótbolta og tungumálinu. Hún á að baki hér á landi 159 KSÍ leiki með liðum eins …

Dagur Traustason á láni til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur fengið liðsstyrk í Lengjudeild karla því framherjinn ungi, Dagur Traustason, er kominn til félagsins á láni frá FH. Dagur er fæddur árið 2005 og verður 18 ára síðar á árinu. Hann lék á láni hjá ÍH í 3. deildinni á síðasta tímabili og skoraði þar 6 mörk í 13 leikjum. „Ég er mjög ánægður að vera kominn til …

Júlía Rán gerir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Júlía Rán Bjarnadóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík. Júlía Rán er fædd árið 2007 en hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum. Hún leikur sem bakvörður eða vængmaður. „Ég er ánægður með að Júlía Rán sé búinn að skrifa undir við samning við okkur hér í Grindavík,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur. „Júlía hefur unnið sér …