Maciej framlengir samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Markvörðurinn Maciej Majewski hefur framlengt samning sinn við Grindavík út tímabilið 2021. Maciej eða Maja eins og hann er jafnan kallaður suður með sjó, hefur verið hjá Grindavík síðan 2015. Maja mun einnig sinna markmannsþjálfun hjá Grindavík en hann hefur gert samning um markmannsþjálfun meistaraflokka félagsins og yngri flokka. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir Grindavík að hafa tryggt sér þjónustu …

Baldur Olsen semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við markvörðinn Baldur Olsen sem kemur frá Víkingi í Ólafsvík. Baldur er tvítugur og lék með Grindavík í sameinuðum öðrum flokk Grindavíkur, Víkings Ólafsvík og GG á síðustu leiktíð. Baldur kemur inn í öflugt markvarðateymi hjá Grindavík og standa vonir til þess að hann muni taka framförum í góðri samkeppni um markvarðarstöðuna. Baldur er nýlega fluttur …

Oddur Ingi kemur á láni frá KR

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur fengið Odd Inga Bjarnason að láni frá KR fyrir tímabilið í 1. deild karla. Oddur Ingi leikur á hægri vængnum og býr yfir miklum hraða. Hann er tvítugur að aldri og hefur nýlega framlengt samning sinn við KR. Hann lék með KV í fyrra sem spilaði í 3. deild og skoraði hann 7 mörk með þeim í 15 …

Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir komin á samning í Noregi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Vålerenga. Hún færir sig þar af leiðandi frá Svíþjóð til Noregs. Ingibjörg var síðast hjá Djurgården í Svíþjóð en þjálfari Vålerenga, Jack Majgaard Jensen, tók fyrst eftir Ingibjörgu er hún lék með Breiðablik. Jack Majgaard Jensen stýrði Rosengård áður en hann tók við Vålerenga og Rosengård og Breiðablik mættust í …

Framhalds aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Framhalds aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar kl. 18:00. Um er að ræða venjuleg aðalfundarstörf fyrir utan stjórnarkosningu, en hún var í október s.l. á auka aðalfundi. Allir velkomnir. Kveðja, Stjórn knd. Grindavíkur

Sindri Björnsson til Grindvíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Inkassolið Grindavíkur í knattspyrnu var að skrifa undir tveggja ára samning við miðjumanninn Sindra Björnsson sem var samningslaus en hann var síðast hjá með samning við Val. Sindri verður 25 ára í ár og er uppalinn Leiknismaður úr Reykjavík. Hann hefur spilað 21 landsleik með unglingalandsliðum Íslands og spilað 125 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 18 mörk. Við …

Ray Anthony þjálfar stelpurnar áfram

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Gengið var í gærkvöld frá ráðningu á Ray Anthony Jónssyni sem þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi tímabil. Ray hefur þjálfað kvennaliðið síðustu 2 ár. Í fréttatilkynningu frá kvennaráði UMFG kemur fram að unnið sé í að byggja upp nýjan kjarna af ungum og efnilegum heimastúlkum í bland við nokkra eldri leikmenn. Þeirra hlutskipti eftir sumarið hafi verið að falla niður um deild …

Grindavík semur við nýjan framherja

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG samdi í gær við framherjann Guðmund Magnússon. Hann var síðast á samningi hjá ÍBV en var lánaður til Víkings Ólafsvík s.l. sumar. Guðmundur spilaði með Fram í Inkasso deildinni 2017 og skoraði hann þá 22 mörk í deild og bikar. Síðastliðið sumar skoraði hann 4 mörk í 8 leikjum hjá Víkingi Ó og 3 mörk fyrir ÍBV í 11 leikjum.  …

Vladan Djogatovic áfram með Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert 2ja ára samning við serbneska markvörðinn Vladan Djogatovic er deildin greindi frá þessu á Facebook síðu sinni nú rétt í þessu. Þar kemur fram að Vladan hafi vakið verðskuldaða athyglu á síðasta tímabili fyrir góðar markvörslur. Auk þess var Vladan kjörinn besti leikmaður Grindavíkur tímabilsins á lokahófinu í september sl.  „Vladan hefur sagt okkur að honum líði …

Janko ráðinn yfirmaður knattspyrnumála UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði í dag undir 3ja ára samning við Milan Stefán Jankovic sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Í fréttatilkynningu frá deildinni kemur fram að starf Janko felist m.a. í því að efla gæði þjálfunar hjá félaginu á öllum stigum, sjá um afreksþjálfun allra flokka frá 5. aldursflokki, sinna aukaæfingum og verður báðum meistaraflokkum  innan handar í því starfi sem þar fer …