Maciej framlengir samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Markvörðurinn Maciej Majewski hefur framlengt samning sinn við Grindavík út tímabilið 2021. Maciej eða Maja eins og hann er jafnan kallaður suður með sjó, hefur verið hjá Grindavík síðan 2015.

Maja mun einnig sinna markmannsþjálfun hjá Grindavík en hann hefur gert samning um markmannsþjálfun meistaraflokka félagsins og yngri flokka.

Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir Grindavík að hafa tryggt sér þjónustu Maja áfram. Hann hefur komið sér vel fyrir í Grindavík ásamt eiginkonu og börnum. Hann er mikill liðsmaður og eru það frábærar fréttir fyrir Grindavík að hann verði áfram í herbúðum félagsins.