Grindavík sigraði Stjörnuna 89-80 í lokaumferð úrvalsdeildar karla í körfubolta. Deildarmeistarar Grindavíkur mæta grönnum sínum í Njarðvík í 8 liða úrslitum en Njarðvíkingar rétt skriðu inn í úrslitin þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Tindastóli í gær. Grindavík lenti í hinu mesta basli með Stjörnuna framan af en tókst að hrista gestina af sér í síðasta leikhluta. Giordan Watson hélt …
Ray Anthony og félagar í Filippseyjum kræktu í brons
Ray Anthony Jónsson, leikmaður Grindvíkinga, hefur undanfarnar vikur tekið þátt í áskorendabikar Asíu með landsliði Filippseyja. Bestu þjóðir Asíu hafa ekki þátttökurétt á mótinu en það fer fram á tveggja ára fresti. Mótið fór að þessu sinni fram í Nepal en Ray átti fast sæti í liði Filippseyja sem endaði í þriðja sætinu. Lið Filippseyja tapaði 2-1 gegn Túrkmenistan í …
Kílóin hrynja af Scott Ramsay – ?Leit út eins og Jabba the Hutt
Scott Ramsay, leikmaður Grindvíkinga, hefur losað sig við 14 kíló það sem af er þessu ári. Ramsay var ansi þungur í kringum áramótin en hann ákvað að gera eitthvað í sínum málum. ,,Ég varð að gera eitthvað. Ég var farinn að líta út eins og Jabba the Hutt í Star Wars,” sagði Ramsay hlæjandi í samtali við Fótbolta.net í dag …
Grindavík pakkaði Njarðvík saman
Grindavík pakkaði Njarðvík saman í úrvalsdeild karla í körfubolta með 22ja stiga mun, í úrvalsdeild karla í gærkvöldi. Eins og staðan er núna í deildinni fyrir lokaumferðinni er líklegast að Grindavík og Njarðvík mætist í úrslitakeppninni og virðist Njarðvík ekki mikil fyrirstaða, a.m.k. er miðað við leikinn í gær. Augljóst var að endurkoma Giordon Watson hafði mjög jákvæð áhrif á …
Grindavík tók Fylki í kennslustund
Eftir frekar dapurt gengi í fyrstu fjórum leikjunum í Lengjubikarnum hrökk Grindavík heldur betur í gang gegn Fylki og vann með fjórum mörkum gegn engu. Pape, Scott Ramsey, Alexander Magnússon (víti) og Magnús Björgvinsson skoruðu mörk Grindavíkur. Grindavík spilaði vel og sundurspilaði Fylki á köflum. Ólafur Örn Bjarnason og Scott Ramsey sneru aftur í liðið eftir meiðsli og Alexander kom …
Stelpurnar unnu B-deildina örugglega
Grindavíkurstelpur unnu bæði Skallagrím og KFÍ um helgina í 1. deild kvenna í körfubolta. Þær unnu deildina afar sannfærandi en þær fengu deildarmeistaratitilinn afhentan eftir leikinn í dag. Nú taka við tveir úrslitaleikir við KFÍ um hvort liðið tryggir sér úrvalsdeildarsæti. Grindavík burstaði Skallagrím í gær 71-24 og eins tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir okkar stúlkna gríðarlegir. Berglind Magnúsdóttir …
Tveir Íslandsmeistarar í júdó í U20
Grindvíkingar stóðu sig með prýði á Íslandsmóti U20 í júdó um helgina og eignuðust tvo Íslandsmeistara. Grindvíkingar áttu fimm fulltrúa á mótinu; Guðjón Sveinsson, Gunnar Marel Ólafsson, Björn Lúkas Haraldsson, Sigurpáll Albertsson og Daniel Víðar Hólm, og komust þeir allir á verðlaunapall. Þeir kepptu allir í aldursflokkinum 17-19 ára. Þeir Sigurpáll og Björn Lúkas unnu sína flokka með miklum yfirburðum …
Bikarinn fór á loft þrátt fyrir tapið
Grindavík steinlá fyrir Snæfelli í Röstinni í gærkvöldi 89-101. En Grindavík hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og Páll Axel Vilbergsson fyrirliði tók á móti titlinum í leikslok. Grindavík lék án Giordon Watson og munaði um minna. “Við vorum bara skítlélegir í dag. Það er ekkert flóknara en það,” sagði fyrirliði Grindavíkur, Páll Axel Vilbergsson, við Vísi allt annað en …
Stakkavík, Vísir og Þorbjörn styðja við bakið á körfuboltanum
Körfuknattleiksdeild UMFG skrifaði undir nýja samstarfssamninga við grindvísku útgerðarfyrirtækin Stakkavík, Vísi og Þorbjörn í hálfleik á leik Grindavíkur og Snæfells í gærkvöldi. Þessir samningar auðvelda mjög starf körfuknattleiksdeildarinnar og er vart hægt að lýsa í orðum hversu þakklátir forsvarsmenn körfuknattleiksdeildarinnar eru þessum fyrirtækjum! Á myndinni má sjá þegar skrifað var undir en þarna eru þeir Eiríkur Tómasson frá Þorbirni, Magnús Andri …
Enn einn sigurinn hjá stelpunum
Grindavíkurstúlkur sigruðu Laugdæli í B. deild kvenna í körfubolta í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram á Laugarvatni og var sigurinn í stærri kantinum, lokatölur 31-90, Grindavík í vil. Stelpurnar léku afar vel og var sigurinn aldrei í hættu eins og lokatölurnar gefa til kynna. Grimm vörn og hraður sóknaleikur var það sem að skilaði sigrinum. Laugdælir reyndu ýmis varnarafbrigði en Grindavíkurstelpurnar …