Grindavík mætir Njarðvík í 8 liða úrslitum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði Stjörnuna 89-80 í lokaumferð úrvalsdeildar karla í körfubolta. Deildarmeistarar Grindavíkur mæta grönnum sínum í Njarðvík í 8 liða úrslitum en Njarðvíkingar rétt skriðu inn í úrslitin þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Tindastóli í gær.

Grindavík lenti í hinu mesta basli með Stjörnuna framan af en tókst að hrista gestina af sér í síðasta leikhluta. Giordan Watson hélt uppi sóknarleilk Grindavíkurliðsins en aðrar skyttur liðsins höfðu hægt um sig að þessu sinni. Þá getur úrslitakeppnin loksins hafist og takmarkið er auðvitað að vinna Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í sögu félagsins. Til þess hefur liðið alla burði miðað við yfirburðina í deildinni í vetur en enginn skyldi halda að Njarðvíkingar verði auðveld bráð.

Grindavík-Stjarnan 89-80 (22-26, 18-15, 24-20, 25-19)

Grindavík: Giordan Watson 24/8 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/7 fráköst, J’Nathan Bullock 9/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 8/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 7, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 6, Ryan Pettinella 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2.