Stakkavík, Vísir og Þorbjörn styðja við bakið á körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksdeild UMFG skrifaði undir nýja samstarfssamninga við grindvísku útgerðarfyrirtækin Stakkavík, Vísi og Þorbjörn í hálfleik á leik Grindavíkur og Snæfells í gærkvöldi. Þessir samningar auðvelda mjög starf körfuknattleiksdeildarinnar og er vart hægt að lýsa í orðum hversu þakklátir forsvarsmenn körfuknattleiksdeildarinnar eru þessum fyrirtækjum!

Á myndinni má sjá þegar skrifað var undir en þarna eru þeir Eiríkur Tómasson frá Þorbirni, Magnús Andri Hjaltason formaður körfuknattleiksdeildar, Pétur Pálsson frá Vísi og Hermann Ólafsson frá Stakkavík.