Stelpurnar unnu B-deildina örugglega

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur unnu bæði Skallagrím og KFÍ um helgina í 1. deild kvenna í körfubolta. Þær unnu deildina afar sannfærandi en þær fengu deildarmeistaratitilinn afhentan eftir leikinn í dag. Nú taka við tveir úrslitaleikir við KFÍ um hvort liðið tryggir sér úrvalsdeildarsæti.

Grindavík burstaði Skallagrím í gær 71-24 og eins tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir okkar stúlkna gríðarlegir. Berglind Magnúsdóttir skoraði 14 stig, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 12, Jeanne Lois Figeroa Sicat 10 og hin 14 ára gamla Ingibjörg Sigurðardóttir 9.

Í dag vann svo Grindavík KFÍ 60-51 í uppgjöri efstu liðanna.  Grindavík vann deildina með 28 stig, KFÍ í 2. sæti með 22 og Stjarnan í því þriðja með 20.

Berglind Magnúsdóttir fyrirliði tekur við bikarnum fyrir sigurinn í 1. deildinni úr hendi Hannesar Jónssonar, formanns KKÍ.