Grindavík pakkaði Njarðvík saman

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík pakkaði Njarðvík saman í úrvalsdeild karla í körfubolta með 22ja stiga mun, í úrvalsdeild karla í gærkvöldi. Eins og staðan er núna í deildinni fyrir lokaumferðinni er líklegast að Grindavík og Njarðvík mætist í úrslitakeppninni og virðist Njarðvík ekki mikil fyrirstaða, a.m.k. er miðað við leikinn í gær.

Augljóst var að endurkoma Giordon Watson hafði mjög jákvæð áhrif á lið Grindavíkur sem náði mest 25 stiga forskoti í leiknum.

Grindavík: J’Nathan Bullock 25/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 8/6 fráköst, Giordan Watson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4/5 stoðsendingar, Ryan Pettinella 4, Björn Steinar Brynjólfsson 2.

Mynd: Víkurfréttir.