Grindavík tók Fylki í kennslustund

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Eftir frekar dapurt gengi í fyrstu fjórum leikjunum í Lengjubikarnum hrökk Grindavík heldur betur í gang gegn Fylki og vann með fjórum mörkum gegn engu. Pape, Scott Ramsey, Alexander Magnússon (víti) og Magnús Björgvinsson skoruðu mörk Grindavíkur.

Grindavík spilaði vel og sundurspilaði Fylki á köflum. Ólafur Örn Bjarnason og Scott Ramsey sneru aftur í liðið eftir meiðsli og Alexander kom úr leikbanni.