Úrslitarimma Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express-deild karla hefst í kvöld í Grindavík. Grindavík lagði Stjörnuna í undanúrslitum á meðan Þór ýtti KR úr vegi. Miðherji Grindavíkur, Sigurður Þorsteinsson, hefur vakið athygli fyrir sokkana sem hann skartar í úrslitakeppninni. Er um að ræða eldgamla fótboltasokka merkta Grindavík. „Óli Óla kom með þá hugmynd að við yrðum með þema …
Baráttan um titilinn hefst í kvöld – Upphitun á Salthúsinu
Stuðningsmenn Grindavíkur eru hvattir til þess að hita upp fyrir stórleikinn gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld með því að mæta í Salthúsið fyrir leik en húsið opnar kl. 17:30. Þar mun stuðningsmannahópur körfuboltans í samstarfi við Láka í Salthúsinu grilla hamborgara sem seldir verða á 700 kr. Einar Hannes og Jón Gauti verða grillmeistarar og byrja þeir að grilla kl. …
Þjálfararnir í úrslitum: Annar er með trompin en hinn mannsspilin
Röstin verður smekkfull í kvöld, mætið tímanlega. Karfan.is fór á stúfana og vildi endilega heyra frá fagmanni út af þjálfurunum í úrslitaeinvíginu þetta tímabilið. Benedikt Guðmundsson stýrir skútunni frá Þorlákshöfn en Helgi Jónas Guðfinnsson er við stjórnartaumana í Grindavík. Í tilfelli Benedikts er um að ræða margreyndan þjálfara sem hefur verið lengi að en í tilfelli Helga Jónasar erum við …
Tekst Grindavík að klára Stjörnuna í kvöld?
Grindavík sækir Stjörnuna heim í kvöld kl. 19:15 í Ásgarð í Garðabæ í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta. Með sigri tryggir Grindavík sé sæti í úrslitaviðureign um Íslandsmeistaratitlinn við Þór Þorlákshöfn sem sló út KR í gærkvöldi. Vinni Stjarnan verður oddaleikur í Grindavík. Fannar Helgason fyrirliði Stjörnunnar hefur tekið út leikbann og getur því spilað að …
Ingibjörg skoraði fyrir U17
Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir var á skotskónum fyrir U17 ára landslið stúlkna í gær sem vann Belgíu 3-1. Stelpurnar í U17 voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna en sigurinn dugði því miður ekki. Ísland lagði Belgíu með þremur mörkum gegn einu en á sama tíma vann Sviss England, 1 – 0. Sviss tryggði sér þar með …
Grindavík og Þór berjast um Íslandsmeistaratitilinn
Grindavík sigraði Stjörnuna í fjórðu rimmu liðanna með tveggja stiga mun, 79-77, eftir æsispennandi lokasprett og mætir Þór í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindvíkingar leiddu lengst af í kvöld, en Stjarnan gerði heiðarlega tilraun til þess að vinna leikinn undir restina en það féll ekki með þeim í kvöld og eru þeir því komnir í sumarfrí. Það voru deildarmeistarar Grindavíkur sem hófu …
Ólafur meiddist illa
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, meiddist illa á ökkla gegn Stjörnunni í kvöld og er óttast að hann sé brotinn og þátttaka hans gegn Þór í úrslitaleikjunum um titilinn úr sögunni. Atvikið átti sér stað strax í fyrsta leikhluta. Ólafur fór beint á sjúkrahús til myndatöku og nánari skoðunar. Hann veifaði áhorfendum af sjúkrabörunum og fékk mikið lófaklapp enda með skemmtilegustu …
Úrslitarimma Grindavíkur og Þórs hefst á mánudaginn
Fyrsti leikur Grindavíkur og Þórs um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla verður næsta mánudag í Röstinni í Grindavík. Næsti leikur verður 3 dögum síðar en þrjá sigurleiki þarf til þess að verða Íslandsmeistari. Leikdagarnir eru eftirfarandi: 1 leikur 23 apríl kl. 19.15 Grindavík-Þór2 leikur 26 apríl kl. 19.15 Þór-Grindavík3 leikur 29 apríl kl. 19.15 Grindavík-Þór4 leikur 2 maí ef þarf …
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur UMFG verður haldinn mánudaginn 23. apríl kl 20:00 í aðstöðu UMFG í útistofu við grunnskólann. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
Herrakvöld 4. maí – Sala ársmiða hafin
Herrakvöld Knattspyrnudeildar UMFG verður föstudaginn 4. maí nk. á Sjómannastofunni Vör og hefst kl 19:00. Dagskrá verður nánar auglýst síðar.Sala ársmiða fyrir knattspyrnusumarið er að hefjast og eru það hagstæðustu kaupin. Verð fyrir sumarið 2012 er eftirfarandi: • Gullkort: Súpa og brauð í Salthúsinu fyrir leik og kaffi í Gula húsinu í hálfleik kr. 16.000. Gildir á alla heimaleiki í …