Baráttan um titilinn hefst í kvöld – Upphitun á Salthúsinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stuðningsmenn Grindavíkur eru hvattir til þess að hita upp fyrir stórleikinn gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld með því að mæta í Salthúsið fyrir leik en húsið opnar kl. 17:30. Þar mun stuðningsmannahópur körfuboltans í samstarfi við Láka í Salthúsinu grilla hamborgara sem seldir verða á 700 kr.

Einar Hannes og Jón Gauti verða grillmeistarar og byrja þeir að grilla kl. 17:30 og geta stuðningsmenn Grindavíkurliðsins gætt sér að fimm stjörnu hamborgurum inni á Salthúsinu. Þar verður jafnframt hitað upp fyrir leikinn með baráttusöngvum. Stuðningsmenn Grindavíkur eru hvattir til þess að standa saman í þeirri baráttu sem er framundan og mæta í upphitunina.