Ingibjörg skoraði fyrir U17

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir var á skotskónum fyrir U17 ára landslið stúlkna í gær sem vann Belgíu 3-1. Stelpurnar í U17 voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna en sigurinn dugði því miður ekki. 

Ísland lagði Belgíu með þremur mörkum gegn einu en á sama tíma vann Sviss England, 1 – 0. Sviss tryggði sér þar með efsta sætið í riðlinum og þátttökurétt í úrslitakeppninni í Sviss.

Ingibjörg skoraði þriðja mark Íslands í leiknum. Hún var á varamannabekknum í fyrstu tveimur leikjunum en í byrjunarliðinu í gær og stóð sig vel. Þess má geta að hún tveimur árum yngri en flestir aðrir leikmennirnir í U17.