Ólafur meiddist illa

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, meiddist illa á ökkla gegn Stjörnunni í kvöld og er óttast að hann sé brotinn og þátttaka hans gegn Þór í úrslitaleikjunum um titilinn úr sögunni.

Atvikið átti sér stað strax í fyrsta leikhluta. Ólafur fór beint á sjúkrahús til myndatöku og nánari skoðunar. Hann veifaði áhorfendum af sjúkrabörunum og fékk mikið lófaklapp enda með skemmtilegustu leikmönnum deildarinnar.