Tekst Grindavík að klára Stjörnuna í kvöld?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sækir Stjörnuna heim í kvöld kl. 19:15 í Ásgarð í Garðabæ í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta. Með sigri tryggir Grindavík sé sæti í úrslitaviðureign um Íslandsmeistaratitlinn við Þór Þorlákshöfn sem sló út KR í gærkvöldi. Vinni Stjarnan verður oddaleikur í Grindavík.

Fannar Helgason fyrirliði Stjörnunnar hefur tekið út leikbann og getur því spilað að nýju með sínum mönnum. Hjá Grindavík eru allir leikmenn í fínu standi en spurningin er hvernig okkar menn mæta stemmdir til leiks.