Petrúnella og Ólöf Helga valdar í A-landsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Tvær Grindavíkurstelpur eru í A landsliði kvenna í körfubolta sem fer á NM í Osló, Noregi, dagana 23.-27. maí nk. Það eru þær Petrúnella Skúladóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir sem báðar leika með Njarðvík og urðu Íslands- og bikarmeistarar með liðinu. Petrúnella á 18 landsleiki að baki en Ólöf Helga 3.

Sérfræðingarnir spá Grindavík botnbaráttu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Pepsideild karla í knattspyrnu hefst næsta sunnudag. Grindavík sækir FH heim í fyrstu umferð. Í dag fór fram árlegur spáfundur forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liðanna og var Grindavík spáð 9. sæti sem er sama sæti og liðið lenti í á síðustu leiktíð.  Fréttablaðið spáir Grindavík einnig 9. sæti, fotbolti.net spáir liðinu 10. sæti líkt og vefurinn 433.is. En spá forráðamanna, …

Tekst Grindavík að landa titlinum í kvöld?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

„Ég hvet alla Grindvíkinga til að mæta í Þorlákshöfn í kvöld. Við fengum frábæran stuðning í síðasta leik en það var sorglegt að klára einvígið ekki þá. Vonandi fáum við áframhaldandi stuðning í kvöld, við erum staðráðnir í að standa okkur betur og síðast, við erum búnir að greina hvað fór úrskeiðis og ætlum að klára þetta núna gegn Þór,” …

Unnu bikar á KR-vellinum!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpurnar í 3. flokki gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Dominosmót KR í knattspyrnu í gær, 1. maí. Þær sigruðu Snæfell í úrslitaleik 1-0 en höfðu á leið sinni lagt öflug lið að velli eins og KR og Stjörnuna. Ingibjörg Sigurðardóttir var auk þess valinn besti leikmaður mótsins.  Þjálfari liðsins er Sveinn Þór Steingrímsson en liðið lék ljómandi skemmtilegan bolta …

Enn bætist í hópinn hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar eru að ganga frá samningum við varnarmanninn Steven Old frá Nýja-Sjálandi. Steven kom til Íslands í fyrradag og hann spilaði með Grindvíkingum í 1-0 sigri á Víkingi R. í æfingaleik í gær þar sem Loic Ondo skoraði sigurmarkið. Steven Old er þriðji útlendi leikmaðurinn sem semur við liðið á rúmri viku. Í síðustu viku kræktu Grindvíkingar í Gavin Morrison …

Leikur 3 – Myndasyrpa úr Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það var fyrst og fremst þriðji leikhluti sem varð Grindavík að falli gegn Þórsurum í gær þegar liðin mættust í þriðja leika liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Mörg glæsileg tilþrif sáust hjá okkar mönnum en það er ljóst að þeir verða að spila meira sem ein liðsheild þegar liðin mætast á miðvikudaginn. Hér má sjá myndasyrpu úr …

Íslandsmeistarar í 9. flokki heiðraðir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þótt meistaraflokki tækist ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn um helgina kom þó titill í hús því strákarnir í 9. flokki urðu Íslandsmeistarar eftir hörku úrslitaleik gegn Njarðvík 43-40. Strákarnir voru hylltir í hálfleik í gær í Röstinni á leik Grindavíkur og Þórs. Þjálfarar liðsins eru hjónin Guðmundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir. Um úrslitaleikinn segir á karfan.is: Grindavík Íslandsmeistari í 9. …

Grindavík tókst ekki að sópa Þórsurum út

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ekki tókst Grindavík að sópa Þór Þorlákshöfn í burtu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þegar liðin mættust í Röstinni í kvöld. Þór sigraði Grindavík 98-91 og því þurfa liðin að mætast í fjórða leiknum í Þorlákshöfn á miðvikudaginn. Hér má sjá öðruvísi myndasyrpu frá þessum magnaða körfuboltaleik sem sýnir meira hvað gerist á bak við tjöldin. Efsta mynd:  Sópurinn …

Bullock: Þeir gefast aldrei upp svo við verðum að vera klárir á sunnudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

,,Við vissum að við værum á leið hingað í stríð, við mættum þeim hér í lok deildarkeppninnar og þeir tóku okkur þá svo við vildum vera vel tilbúnir fyrir fjandsamlegt umhverfi hér í kvöld. Þeir eiga frábæra stuðningsmenn og andrúmsloftið hér er frábært fyrir körfubolta svo við undirbjuggum okkur vel andlega fyrir þessa viðureign,” sagði J´Nathan Bullock við Karfan.is í …

Lágu gegn Skagamönnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir ÍA 5-2 í æfingaleik á gamla aðalvellinum í Grindavík í gær. Það voru 2. flokksleikmennirnir Daníel Leó Grétarsson og Alex Freyr Hilmarsson sem skoruðu mörk Grindavíkur sem lék án þriggja lykilmanna, framherjanna Pape og Ameobi og Alexanders Magnússonar sem fór í speglun í gær og gæti misst af upphafi Íslandsmótsins. Þá eru meiðsli Pape verri en talið …