Petrúnella og Ólöf Helga valdar í A-landsliðið

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Tvær Grindavíkurstelpur eru í A landsliði kvenna í körfubolta sem fer á NM í Osló, Noregi, dagana 23.-27. maí nk. Það eru þær Petrúnella Skúladóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir sem báðar leika með Njarðvík og urðu Íslands- og bikarmeistarar með liðinu. Petrúnella á 18 landsleiki að baki en Ólöf Helga 3.