Unnu bikar á KR-vellinum!

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpurnar í 3. flokki gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Dominosmót KR í knattspyrnu í gær, 1. maí. Þær sigruðu Snæfell í úrslitaleik 1-0 en höfðu á leið sinni lagt öflug lið að velli eins og KR og Stjörnuna. Ingibjörg Sigurðardóttir var auk þess valinn besti leikmaður mótsins. 

Þjálfari liðsins er Sveinn Þór Steingrímsson en liðið lék ljómandi skemmtilegan bolta á köflum. Myndin var tekin af liðinu á KRvellinum þar sem þær fögnuðu sigri en þær voru afar ánægðar með verðlaunin sem voru m.a. snyrtivörur og pizzuúttekt!