Grindvíkingar munu í kvöld fá skoska varnarmanninn Iain Williamson til sín á reynslu en hann verður til skoðunar næstu dagana að því er fram kemur á vefnum fotbolti.net. Leikmaðurinn sem er 24 ára hefur spilað með Raith Rovers í Skotlandi undanfarin ár þrjú ár en þar áður var hann á mála hjá Dunfermline. Grindvíkingar gátu einungis verið með fjóra menn …
Tap í Árbænum
Grindavík tapaði fyrir Fylki í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi 2-1. Leikbönn og meiðsli settu óneitanlega strik í reikninginn en Fylkir skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Daníel Leó Grétarsson sem er sautjánda ári kom inn í byrjunarlið Grindavíkur á síðustu stundu, skoraði mark Grindavíkur og er yngsti markaskorari Grindavíkur í efstu deild frá upphafi. Alexander Magnússon og Scott Ramsey voru …
Myndasyrpa frá lokahófi meistaramóts GG
Kristinn Sörensen og Hildur Guðmundsdóttir voru krýndir klúbbmeistarar GG á lokahófi sem haldið var í nýjum golfskála GG laugardagskvöldið 14. júlí eins og lesa má um hér. En hér má sjá myndasyrpu frá lokahófinu frá fésbókarsíðu GG: Efsta mynd: Allir verðlaunahafar á meistaramóti GG. Meistararnir sjálfir, Hildur og Kristinn. Meistarinn Kristinn tolleraður af félögum sínum. Verðlaunahafar í 4.flokki: Jóhann Þröstur …
Grindavík sækir Fylki heim
Grindavík sækir Fylki heim í Pepsideild karla í knattspyrnu kl. 19:15 í dag. Grindavík er í neðsta sæti með 6 stig en Fylkir í 8. sæti með 13. Mikið er í húfi því með sigri getur Grindavík komist upp að hlið Fram sem er í 10. sæti. Grindavík leikur án Alexanders Magnússonar og Scott Ramsey sem eru í leikbanni. Þess …
Kristinn og Hildur klúbbmeistarar árið 2012
Kristinn Sörensen og Hildur Guðmundsdóttir voru krýndir klúbbmeistarar GG á lokahófi sem haldið var í nýjum golfskála GG laugardagskvöldið 14. júlí. Kristinn hafði forystuna frá fyrsta degi og lét hana ekki af hendi þótt Davíð Arthur Friðriksson hafi sótt hart að honum á síðasta deginum. Hann sigraði í mfl. karla á 293 höggum. Í öðru sæti varð klúbbmeistari síðasta árs, Davíð …
Bragi þjálfar kvennalið Grindavíkur
Bragi Magnússon mun þjálfa lið Grindavíkur í Dominosdeild kvenna í körfuknattleik næsta vetur eftir því sem fram kemur á netmiðlinum Karfan.is. Bragi þjálfaði Fjölni síðasta vetur og þjálfaði áður karlalið Stjörnunnar. Grindvíkingar verða nýliðar í deildinni eftir gott gengi í 1. deild síðasta vetur. Vonast til þess að liðið endurheimti eitthvað af þeim heimaleikmönnum sem hafa spilað með öðrum liðum …
Stóðu sig frábærlega á Símamótinu
Grindavík sendi vaska sveit af stúlkum í 5., 6. og 7. flokki á Símamót Breiðabliks um helgina. Stelpurnar stóðu sig frábærlega vel. 5. flokkur A og B unnu silfurverðlaun á mótinu og 6. flokkur B sömuleiðis. Kristín Anítudóttur var fulltrúi Grindavíkur í landsliðinu sem mættu pressuliðinu skipað leikmönnum í 5. flokki. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá Símamótinu af …
Heimaleikur gegn KR!
Í hádeginu var dregið í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu karla. Grindavík dróst á móti Íslands- og bikarmeisturum KR og fer leikurinn fram á Grindavíkurvelli. Leikið verður í byrjun ágúst. Grindavík hefur fram að þessu leikið alla leiki sína á útivelli í bikarkeppninni í ár og unnið þá alla.
Myndasyrpa frá Símamótinu
Grindavíkurstelpur settur mikinn svip á Símamótið í fótbolta sem fram fór á félagssvæði Breiðabliks um helgina eins og lesa má hér. Petra Rós var með myndavélina á lofti og sendi heimasíðunni nokkrar skemmtilegar svipmyndir.
Grindavíkurstelpur lágu fyrir Fram
Grindavíkurstelpur sóttu ekki gull í greipar toppliðs Fram í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Fram vann Grindavík 4-1 og hefur því unnið alla níu leiki sína í riðlinum. Grindavík byrjaði reyndar betur og náði forystu eftir stundarfjórðung með marki Rebekku Salicki. En Fram jafnaði metin fyrir hlé. Í seinni hálfleik höfðu Framstúlkur nokkra yfirburði og bættu við þremur mörkum. Grindavíkurliðið …