Stóðu sig frábærlega á Símamótinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sendi vaska sveit af stúlkum í 5., 6. og 7. flokki á Símamót Breiðabliks um helgina. Stelpurnar stóðu sig frábærlega vel. 5. flokkur A og B unnu silfurverðlaun á mótinu og 6. flokkur B sömuleiðis. Kristín Anítudóttur var fulltrúi Grindavíkur í landsliðinu sem mættu pressuliðinu skipað leikmönnum í 5. flokki.

Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá Símamótinu af heimasíðu mótsins. Fleiri myndir má sjá hér.