Grindavík sækir Fylki heim

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík sækir Fylki heim í Pepsideild karla í knattspyrnu kl. 19:15 í dag. Grindavík er í neðsta sæti með 6 stig en Fylkir í 8. sæti með 13. Mikið er í húfi því með sigri getur Grindavík komist upp að hlið Fram sem er í 10. sæti.

Grindavík leikur án Alexanders Magnússonar og Scott Ramsey sem eru í leikbanni.

Þess má geta að í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum í bikarkeppni KSÍ þar sem Grindavík er í pottinum ásamt KR, Stjörnunni og Þrótti.