Bragi þjálfar kvennalið Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bragi Magnússon mun þjálfa lið Grindavíkur í Dominosdeild kvenna í körfuknattleik næsta vetur eftir því sem fram kemur á netmiðlinum Karfan.is. Bragi þjálfaði Fjölni síðasta vetur og þjálfaði áður karlalið Stjörnunnar.

Grindvíkingar verða nýliðar í deildinni eftir gott gengi í 1. deild síðasta vetur. Vonast til þess að liðið endurheimti eitthvað af þeim heimaleikmönnum sem hafa spilað með öðrum liðum undanfarin misseri.

Mynd: Karfan.is