Heimaleikur gegn KR!

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Í hádeginu var dregið í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu karla. Grindavík dróst á móti Íslands- og bikarmeisturum KR og fer leikurinn fram á Grindavíkurvelli. Leikið verður í byrjun ágúst.  Grindavík hefur fram að þessu leikið alla leiki sína á útivelli í bikarkeppninni í ár og unnið þá alla.