243 áhorfendur sáu Grindavík tapa fyrir Breiðablik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir Breiðablik í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gærkvöld, 2-4. Blikar skoruðu öll mörk sín í fyrri hálfleik en Óli Baldur Bjarnason og Hafþór Ægir Vilhjálmsson klóruðu í bakkann fyrir Grindavík.  Aðeins 243 áhorfendur mættu á leikinn samkvæmt leikskýrslu KSÍ. ,,Maður er bara orðlaus yfir okkar frammistöðu í sumar,” sagði Óskar Pétursson markvörður Grindavíkur eftir 4-2 tap liðsins …

Fyrstu æfingamótin í körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Karlalið Grindavíkur varð í 2. sæti á Reykjanescup mótinu í körfubolta sem fram fór um helgina. Grindavík lék gegn Snæfelli í lokaleiknum en steinlá 107-82 en Snæfell þurfti að vinna með 25 stiga mun til að vinna mótið. Grindavík hafði áður sigraði Njarðvík og Keflavík nokkuð sannfærandi. Kvennalið Grindavíkur tók þátt í Ljósanæturmótinu. Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Snæfelli í hörku leik 56-59 en …

5. flokkur eitt af bestu liðum landsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Úrslitakeppnin í 5. flokki stúlkna í knattspyrnu var haldin um helgina. Annar riðillinn var í Grindavík og urðu Grindavíkurstelpurnar í 2.-3. sæti í sínum riðli en efsta liðið, Breiðablik, leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitlinn. Grindavíkurstelpurnar stóðu sig mjög vel og sýndu og sönnuðu að þeir eru með eitt allra best lið landsins og spiluðu skemmtilegan fótbolta. Þær gerðu jafntefli við …

Grindavík tekur á móti Breiðablik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti Breiðablik á Grindavíkurvelli í dag kl. 18:00 í Pepsideild karla. Eins og öllum er ljóst dugir ekkert minna en sigur fyrir Grindavík ætli liðið sér að bjarga sæti sínu í deildinni. Þar sem Selfoss vann KR í gær vantar Grindavík helst 9 stig úr þeim 5 leikjum sem eftir eru til þess að eiga möguleika að …

Úrslitakeppni 5. flokks stúlkna í Grindavík um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Um helgina verður úrslitakeppni í 5. flokks stúlkna í knattspyrnu haldin á Grindavíkurvelli. Grindavík er þar á meðal þátttakenda en liðið vann sinn riðil á Íslandsmótinu með því að vinna alla sína 10 leiki, markatalan var samtals 49-7! Í úrslitakeppninni er leikið í tveimur riðlum og sigurliðin leika svo til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Leikjaniðurröðunin er eftirfarandi:1 lau. 01. sep. 12 …

Íslandsmeistararnir hefja leik í kvöld á Ljósanæturmótinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Reykjanes Cup Invitational mótið í körfubolta karla mun verða haldið í kringum Ljósanæturhelgina líkt og undanfarin ár. Mótið verður leikið á þremur dögum, dagana 29. til 31. ágúst. Fjögur lið eru skráð til leiks en það eru Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Snæfell.  Fyrstu leikirnir verða í kvöld, miðvikudaginn 29. ágúst í íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut þar sem Keflavík mætir Grindavík …

Met í fyrirtækjamóti GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það var met þátttaka í Möllernum þetta árið, fyrirtækjamóti Golfklúbbs Grindavíkur, því 36 sveitir skráðu sig til leiks. Það var í raun ekkert skrýtið því veðurspá var ágæt og mikil stemning hafði myndast meðal fyrirtækja, enda hafa kylfingar verið ósparir á lofsyrðin um völlinn og umfang þessa móts. Þeir urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, 15 stiga hiti og örlítil …

Grindavíkurstelpur taka þátt í Ljósanæturmótinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kvennaráð UMFN í samvinnu við Ljósanæturnefnd, stendur fyrir hraðmóti í körfubolta kvenna, í fimmta sinn, dagana 29. og 31. ágúst 2012. Fjögur lið eru skráð til þátttöku og fara leikirnir fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík og er Grindavík á meðal þátttakenda. Leikjaniðurröðun er sem hér segir: Miðvikudagur 29. ágúst – Ljónagryfjan: 17:30 Grindavík – Snæfell 19:00 Njarðvík – Fjölnir20:30 Snæfell – …

Ellefta tapið í sautján leikjum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði sínum ellefta leik í sumar í Pepsideild karla þegar liðið beið lægri hlut fyrir ÍA á Akranesvelli 2-1. Grindavík er sex stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar liðið á fimm leiki eftir og ef Fram vinnur KR í kvöld, eða gerir jafntefli, gæti bilið aukist í 7 eða 9 stig. Skagamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik …

Helga Guðrún skoraði sex mörk

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það gerist ekki á hverjum degi að leikmaður skorar 6 mörk í einum leik. En Helga Guðrún Kristinsdóttir leikmaður 3. flokks Grindavíkur afrekaði þetta í leik gegn Tindastóli á dögunum í leik liðanna á Íslandsmótinu á Grindavíkurvelli. Grindavík vann Tindastól 6-2 og skoraði Helga Guðrún þrjú mörk í hvorum hálfleik. Hún hefur skoraði 14 mörk í 8 leikjum í sumar …