Fyrstu æfingamótin í körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Karlalið Grindavíkur varð í 2. sæti á Reykjanescup mótinu í körfubolta sem fram fór um helgina. Grindavík lék gegn Snæfelli í lokaleiknum en steinlá 107-82 en Snæfell þurfti að vinna með 25 stiga mun til að vinna mótið. Grindavík hafði áður sigraði Njarðvík og Keflavík nokkuð sannfærandi.

Kvennalið Grindavíkur tók þátt í Ljósanæturmótinu. Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Snæfelli í hörku leik 56-59 en svo fór að Snæfell vann mótið. 

En Grindavíkurstelpur unnu Fjölni í spennandi leik, 44-42. Jóhanna Rún Styrmisdóttir skoraði sigurkörfuna í blálokin en myndbrot frá því má sjá hér á www.leikbrot.is