Grindavík tekur á móti Breiðablik

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík tekur á móti Breiðablik á Grindavíkurvelli í dag kl. 18:00 í Pepsideild karla. Eins og öllum er ljóst dugir ekkert minna en sigur fyrir Grindavík ætli liðið sér að bjarga sæti sínu í deildinni.

Þar sem Selfoss vann KR í gær vantar Grindavík helst 9 stig úr þeim 5 leikjum sem eftir eru til þess að eiga möguleika að halda sæti sínu, að því gefnu að Selfoss og Fram vinni ekkert af sínum leikjum.

Það er því að duga eða drepast fyrir okkar menn í kvöld.

Staðan í deildinni er þessi:
1. FH 17 12 2 3 40:17 38
2. KR 18 9 4 5 32:23 31
3. Stjarnan 18 7 8 3 37:31 29
4. ÍBV 18 8 4 6 28:16 28
5. ÍA 18 8 4 6 27:31 28
6. Valur 18 8 0 10 28:27 24
7. Keflavík 17 7 3 7 27:27 24
8. Breiðablik 17 6 5 6 18:22 23
9. Fylkir 17 6 5 6 22:30 23
10. Selfoss 18 5 3 10 25:34 18
11. Fram 17 5 2 10 23:29 17
12. Grindavík 17 2 4 11 23:43 10