5. flokkur eitt af bestu liðum landsins

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Úrslitakeppnin í 5. flokki stúlkna í knattspyrnu var haldin um helgina. Annar riðillinn var í Grindavík og urðu Grindavíkurstelpurnar í 2.-3. sæti í sínum riðli en efsta liðið, Breiðablik, leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitlinn.

Grindavíkurstelpurnar stóðu sig mjög vel og sýndu og sönnuðu að þeir eru með eitt allra best lið landsins og spiluðu skemmtilegan fótbolta. Þær gerðu jafntefli við Hauka í fyrsta leik 2-2 en töpuðu svo fyrir Breiðablik 4-1 sem klárlega var besta liðið. Síðan tóku Grindavíkurstelpur sig til og burstuðu Þór 5-0 í síðasta leiknum.

Breiðablik varð efst með 9 stig en Haukar og Grindavík jöfn í 2.-3. sæti með 4 stig. Þór rak lestina án stiga.

Mynd/Anna Schmidt: Grindavíkurstelpurnar í 5. flokki í fyrsta leiknum um helgina, gegn Haukum.