Úrslitakeppni 5. flokks stúlkna í Grindavík um helgina

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Um helgina verður úrslitakeppni í 5. flokks stúlkna í knattspyrnu haldin á Grindavíkurvelli. Grindavík er þar á meðal þátttakenda en liðið vann sinn riðil á Íslandsmótinu með því að vinna alla sína 10 leiki, markatalan var samtals 49-7!

Í úrslitakeppninni er leikið í tveimur riðlum og sigurliðin leika svo til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Leikjaniðurröðunin er eftirfarandi:
1 lau. 01. sep. 12 11:00 Grindavík – Haukar  
2 lau. 01. sep. 12 11:00 Breiðablik – Þór  
3 lau. 01. sep. 12 15:00 Breiðablik – Grindavík  
4 lau. 01. sep. 12 15:00 Þór – Haukar  
5 sun. 02. sep. 12 10:00 Þór – Grindavík  
6 sun. 02. sep. 12 10:00 Haukar – Breiðablik