Grindavík vann góðan sigur á toppliði Stjörnunnar með fjögurra stiga mun, 90 stigum gegn 86. Þar með komst Grindavík upp að hlið Stjörnunnar í 2. sæti deildarinnar. Leikurinn var jafn framan af en Grindavík tók mikinn sprett í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 48-41, Grindavík í vil. Stjarnan tók þriðja leikhluta með trompi og náði forystunni en góður …
Sex stiga tap gegn toppliði Keflavíkur
Grindavík tapaði með sex stiga mun fyrir Keflavík í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, 65-71. Þetta var hörku leikur en Keflavík var sterkara liðið í seinni hálfleik. Grindavík byrjaði með látum og hafði eins stigs forystu í hálfleik, 16-15. Sami munur var í hálfleik, 33-32, Grindavík í vil. En í seinni hálfleik virtist úthald Grindavíkurstúlkna ekki upp á það …
Stórleikur Helga Más dugði skammt
Keflavík B og ÍG mættust í gærkvöld í Toyotahöllinni í Powerade bikarnum í gærkvöldi. Leikur þessi var umspil um leik gegn Njarðvík í 32ja liða úrslitum. Leikurinn var nokkuð jafn framan af eða þangað til í öðrum leikhluta þá náðu heimamenn 10 stiga forystu og leiddu með þeim mun í hálfleik 38:28. Keflvíkingar héldu áfram að þjarma að Íþróttafélagi Grindavíkur …
Íslandsmeistararnir mæta toppliðinu
Sannkallaður stórleikur er í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur taka á móti efsta og heitasta liði landsins í dag, Stjörnunni, í Röstinni kl. 19:15. Stjarnan hefur 10 stig líkt og Snæfell en Grindavík hefur 8 stig. Grindavíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna og styðja við bakið á strákunum okkar.
Alex Freyr og Aron Snær á landsliðsæfingum
Alex Freyr Hilmarsson leikmaður Grindavíkur hefur verið valinn í 45 manna æfingahóp U21 árs landsliðsins sem æfir um helgina. Þá eru æfingar um helgina hjá U17 og þar er einn Grindvíkingur, markvörðurinn Aron Snær Friðriksson.
Stórleikur nágrannaliðanna í kvöld
Það verður heldur betur risaslagur í kvennakörfuboltanum í kvöld þegar Grindavík tekur á móti nágrönnum sínum, toppliði Keflavíkur, í Röstinni kl. 19:15. Grindavíkurstelpur hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið eftir erfiða byrjun. Keflavík hefur verið óstöðvandi og unnið alla 8 leiki sína. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum.
Grindavík skellti Skallagrími
Grindavík skellti Skallagrími í Lengjubikar karla í köfubolta í gærkvöldi með 27 stiga mun, 108 stigum gegn 81. Grindavík skoraði 37 stig í fyrsta leikhluta og kláraði svo andstæðinga sína með kröftugum lokaspretti. Þar með er ljóst að Grindavík og Keflavík mætast í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni hvort liðanna kemst í undanúrslit. Staðan í hálfleik var 56 – …
Ólafur Örn í Fram
Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason hefur gengið til liðs við Fram en hann skrifaði undir samning við félagið í dag. ,,Knattspyrnudeild Fram býður Ólaf Örn velkominn í félagið og vonast til að sjá hann sýna sínar bestu hliðar í sumar,” segir á heimasíðu Fram. Ólafur kom til Grindavíkur úr atvinnumennsku árið 2010 og tók við sem spilandi þjálfari liðsins. Hann hætti …
Stelpurnar tóku KR í karphúsið
Grindavíkurstelpur tóku KR í karphúsið í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í dag. Grindavík vann með 20 stiga mun, 80 stigum gegn 60. Grindavík byrjaði leikinn með miklum látum og hafði 21 stigs forystu eftir fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik var 46-23, Grindavík í vil. Guðmundur Bragason stýrði liðinu af bekknum. Nýráðinn þjálfari liðsins Crystal Smith skoraði 24 stig en maður …
Scott Ramsay og Magnús framlengja
Scott Ramsay og Magnús Björgvinsson hafa báðir skrifað undir nýja tveggja ára samninga við Grindavík. Leikmennirnir voru báðir samningslausir en þeir hafa nú ákveðið að taka slaginn með Grindvíkingum í fyrstu deildinni næsta sumar. Hinn 37 ára gamli Ramsay var í minna hlutverki hjá Grindavík í sumar en oft áður en hann skoraði eitt mark í átján leikjum í Pepsi-deildinni. Ramsay …