Grindavík skellti Skallagrími

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík skellti Skallagrími í Lengjubikar karla í köfubolta í gærkvöldi með 27 stiga mun, 108 stigum gegn 81. Grindavík skoraði 37 stig í fyrsta leikhluta og kláraði svo andstæðinga sína með kröftugum lokaspretti. Þar með er ljóst að Grindavík og Keflavík mætast í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni hvort liðanna kemst í undanúrslit.  

 

Staðan í hálfleik var 56 – 43, Grindavík í vil. Páll Axel Vilbergsson átti góðan leik fyrir Skallagrím og skoraði 21 stig.

Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/6 stoðsendingar, Aaron Broussard 23/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 17/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Ármann Vilbergsson 9, Samuel Zeglinski 8/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 4/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 3, Einar Ómar Eyjólfsson 2, Davíð Ingi Bustion 2, Björn Steinar Brynjólfsson 0/5 fráköst.

Staðan í A-riðli er þessi:
Grindavík 8 stig
Keflavík 8 stig
Haukar 2 stig
Skallagrímur 2 stig