Stórleikur nágrannaliðanna í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Það verður heldur betur risaslagur í kvennakörfuboltanum í kvöld þegar Grindavík tekur á móti nágrönnum sínum, toppliði Keflavíkur, í Röstinni kl. 19:15. Grindavíkurstelpur hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið eftir erfiða byrjun. Keflavík hefur verið óstöðvandi og unnið alla 8 leiki sína.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum.