Íslandsmeistararnir mæta toppliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sannkallaður stórleikur er í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur taka á móti efsta og heitasta liði landsins í dag, Stjörnunni, í Röstinni kl. 19:15. Stjarnan hefur 10 stig líkt og Snæfell en Grindavík hefur 8 stig.

Grindavíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna og styðja við bakið á strákunum okkar.