Ólafur Örn í Fram

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason hefur gengið til liðs við Fram en hann skrifaði undir samning við félagið í dag. ,,Knattspyrnudeild Fram býður Ólaf Örn velkominn í félagið og vonast til að sjá hann sýna sínar bestu hliðar í sumar,” segir á heimasíðu Fram.

 

Ólafur kom til Grindavíkur úr atvinnumennsku árið 2010 og tók við sem spilandi þjálfari liðsins. Hann hætti sem þjálfari eftir tímabilið 2011 og varð leikmaður.