Grindavík í undanúrslit bikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík burstaði 1. deildarlið Reynis í Sandgerði með 112 stigum gegn 68 og tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ. Yfirburðir Grindvíkinga voru miklir og dreifðist spilatíminn vel á milli liðsmanna. Grindavík hafði níu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 18 stiga forskot í hálfleik en það var reyndar ekki fyrr en í síðasta leikhlutanum sem Grindavík setti í fluggírinn með …

Stelpurnar byrja 2013 með látum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur byrjuðu nýja árið með látum og skelltu KR í úrvalsdeild kvenna í körfubolta með 67 stigum gegn 56. Grindavíkurstelpur börðust eins og grenjandi ljón allan tímann og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. KR lék án bandarísks leikmanns og hafði það eflaust talsvert að segja. En það verður ekki tekið af heimastúlkum að þær léku mjög vel í fyrri hálfleik og …

Íslandsmeistararnir tróna einir á toppnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74 þegar Íslandsmótið í körfubolta karla hófst á ný eftir jólafrí. Þar með trónir Grindavík eitt liða á toppnum. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 …

Körfuboltavertíðin af stað af nýju

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksvertíðin hefst á ný í kvöld eftir jólafrí. Grindavík tekur á móti Tindastóli í Röstinni kl. 19:15. Grindavík trónir á toppi deildarinnar ásamt Þór Þorlákshöfn með 16 stig en Tindastóll er í neðsta sæti með fjögur stig.   Engu að síður má búast við jafnari leik en ætla má. Tindastóll hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu, unnu deildarbikarinn og …

Björn Lúkas og Christine Buchholz íþróttamaður og íþróttakona ársins 2012

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Taekwondó- og júdókappinn Björn Lúkas Haraldsson og hlaupakonan Christine Buchholz voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2012 við hátíðlega athöfn í Hópsskóla á gamlársdag. Bæði náðu glæsilegum árangri á síðasta ári í íþróttagreinum sínum. Nokkur aldursmunur er á þeim en Björn Lúkas er 17 ára og Christine 46 ára. Þau eiga það sameiginlegt að annað foreldri þeirra er þýskt. Björn …

Jóhannes gerður að heiðursfélaga UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Jóhannes Haraldsson júdóþjálfari hjá júdódeild UMFG var gerður að heiðursfélaga UMFG á kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins í Hópsskóla á gamlársdag. Jóhannes hefur bæði keppt í júdó og þjálfað hjá UMFG í rúma fjóra áratugi og lagt grunninn að glæsilegum árangri grindvískra ungmenna í þessari íþróttagrein. Bjarni Már Svavarsson formaður UMFG fór yfir feril Jóhannesar við athöfnina og sagði m.a.: …

Verðlaun veitt fyrir glæsilegt íþróttaár

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fjölmörg verðlaun voru afhent við kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins á gamlársdag enda árangur síðasta árs sérlega glæsilegur, sérstaklega í körfuboltanum og júdó. Meðal annars voru veitt hvatningarverðlaun deilda UMFG, verðlaun til Íslandsmeistara á árinu sem voru fjölmargir og fyrir fyrstu landsleikina. Á efstu myndinni má sjá verðlaunahafa og fulltrúa þeirra sem fengu hvatningarverðlaun. HVATNINGARVERÐLAUN: Körfuknattleikur Julia Sicat Júlía hefur …

Staða GG traust þrátt fyrir miklar framkvæmdir og aukna skuldsetningu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur var haldinn í gær. Ágætis rekstrarár er að baki hjá Golfklúbbi Grindavíkur og nemur tap ársins um 2 milljónum króna. Rekstrartekjur ársins voru um 39,2 milljónir sem er hækkun um 10,5 milljónir frá árinu 2011 en rekstrargjöld um 40,7 milljónir. Heildarskuldir golfklúbbsins eru samtals um 18 milljónir króna en eftir er að skuldfæra styrki á móti efnisúttektum. Verðmætaaukning …

Tilnefningar til íþróttamanns og íþróttakonu ársins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kjöri á íþróttmanni og íþróttakonu Grindvíkur verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram í Hópsskóla og hefst kl. 13:00. Eftirtaldir einstaklingar eru í kjöri. Nöfnin birtast í stafrófsröð.   Íþróttamaður Grindavíkur:– Björn Lúkas Haraldsson, tilnefndur af Taekwondódeild UMFG– Helgi Már Helgason, tilnefndur af ÍG– Jóhann Árni Ólafsson, tilnefndur af Körfuknattleiksdeild UMFG– Kristinn Sörensen, tilnefndur af Golfklúbbi Grindavíkur– Marko Valdimar …

Pettinella aftur til Grindvíkinga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar hafa samið við Bandaríkjamanninn Ryan Pettinella um að leika með liðinu það sem eftir er tímabils í Dominos-deild karla í körfubolta. Pettinella er öllum hnútum kunnugur í Grindavík enda áður leikið með liðinu og átti sinn þátt í Íslandsmeistaratitlinum síðasta vetur. Í frétt á heimasíðu Grindvíkinga segir að Pettinella hafi enn ekki fengið starf það sem af er vetri …