Grindavík í undanúrslit bikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík burstaði 1. deildarlið Reynis í Sandgerði með 112 stigum gegn 68 og tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ.

Yfirburðir Grindvíkinga voru miklir og dreifðist spilatíminn vel á milli liðsmanna. Grindavík hafði níu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 18 stiga forskot í hálfleik en það var reyndar ekki fyrr en í síðasta leikhlutanum sem Grindavík setti í fluggírinn með því að vinna hann með 21 stigs mun.

Stig Grindavíkur: Aaroun Broussard 22, Jóhann Árni Ólafsson 16, Ólafur Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13, Ryan Pettinella 9, Björn Steinar Brynjólfsson 9, Samuel Zeglinski 8, Davíð Ingi Bustion 7, Daníel G. Guðmundsson 5, Þorleifur Ólafsson 4, Jón Axel Guðmundsson 3.

Spennandi verður að sjá hvaða lið dragast saman í undanúrslitum en auk Grindavíkur eru Snæfell og Stjarnan komin þangað. Fjórða liðið verður svo annað hvort Keflavík eða Njarðvík.