Grindavík mætir Þór Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15 en þetta er toppslagur af bestu gerð. Þetta eru liðin sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Grindavík hafði betur með eftirminnilegum hætti. Liðin eru efst og jöfn í deildinni núna, bæði með 20 stig. Búast má við hörku leik eins og ávallt þegar …
Aðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2013. kl. 20:00 í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. : Skýrsla stjórnar.: Ársreikningur.: Skýrsla unglingaráðs.: Önnur mál. Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.
Grindavík skellti Aftureldingu
Grindavík vann góðan sigur gegn Aftureldingu, 4-2, í leik í B-deild Fótbolta.net mótsins um helgina. Grindvíkingar, sem leika nú undir stjórn Milans Stefáns Jankovic, voru komnir 3-0 snemma leiks en þeir gáfu eftir í lokin. Magnús Björgvinsson skoraði tvö mörk og hinn 17 ára gamli Hákon Ívar Ólafsson eitt en staðan var 3-0 í hálfleik. Jóhann Helgason kom Grindvíkingum í …
STÓRLEIKURINN Í DAG!
Stærsti leikur vetrarins í körfuboltanum fram að þessu fer fram í Reykjanesbæ í dag, sunnudag, kl. 15 þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur sækja bikarmeistara Keflavíkur heim í UNDANÚRSLITUM bikarkeppninnar. Hart verður barist enda eru þetta þau tvö lið sem hafa spilað hvað best í deildinni upp á síðkastið. Grindvíkignar eru hvattir til þess að fjölmenna á leikinn en hann verður reyndar einnig …
GRINDAVÍK Í ÚRSLIT BIKARSINS!
Grindavík lagði granna sína Keflavík að velli í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ í dag með eins stigs mun, 84-83. Aaron Broussard tryggði Grindavík sigurinn þegar hann nýtti annað af tveimur vítum sínum 5,46 sekúndum fyrir leikslok. Grindavík leikur því til úrslita í bikarnum í Laugardalshöllinni 16. febrúar næstkomandi. Grindvíkingar eru þar með komnir í Höllina í þriðja sinn á síðustu fjórum árum …
Spennan magnast fyrir bikarslaginn á sunnudaginn
Það stefnir í svakalegan leik á sunnudaginn þegar nágrannaliðin Keflavík og Grindavík mætast í Reykjanesbæ í undanúrslitum bikarsins kl. 15:00. Bæði lið hafa verið í feikna formi upp á síðkastið og stemmningin rafmögnuð í herbúðum beggja liða sem og á meðal stuðningsmanna. Búast má við fullum kofa á sunnudaginn og eru Grindvíkingar hvattir til þess að fjölmenna og bæta í …
Góður endasprettur dugði skammt
Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Snæfelli í Röstinni í gærkvöldi í úrvalsdeild kvenna í körfubolta með 5 stiga mun, 71-76. Líkt og oft áður byrjuðu Grindavíkurstelpur með látum en gestirnir gerðu út um leikinn í öðrum og þriðja leikhluta. Góður endasprettur Grindavíkurstúlkna dugði skammt. Grindavík-Snæfell 71-76 (22-14, 8-18, 14-28, 27-16) Grindavík: Crystal Smith 27/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 22/7 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir …
Edridge snýr aftur til Grindavíkur
Enski miðjumaðurinn Jordan Edridge hefur samið á nýjan leik við Grindavík en hann mun leika með liðinu í fyrstu deildinni í sumar. Þetta staðfesti Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í gær. Edridge kom fyrst til Grindvíkinga síðastliðið vor. Eftir að hafa leikið einungis þrjá leiki í Pepsi-deildinni voru bæði Edridge og Gavin Morrison látnir fara frá félaginu. …
Stelpurnar mæta Snæfelli
Grindavíkurstelpur taka á móti Snæfelli í dag í úrvalsdeild kvenna í Röstinni kl. 19:15. Stelpurnar eru í bullandi fallbaráttu eftir tapið gegn Njarðvík og þurfa því á stuðningi að halda í kvöld.
Kjartan Helgi gerir það gott í körfuboltanum vestan hafs
Hinn 18 ára gamli Kjartan Helgi Steinþórsson úr Grindavík hefur staðið sig vel í körfuboltan vestan hafs. Hann er á lokaári sínu í menntaskólanum Hampton Roads Academy í Newport News Virginiu í Bandaríkjunum og hefur heldur betur látið til sín taka inni á körfuboltavellinum. Fyrst síðastliðinn vetur með hinu geysisterka menntaskólaliði Warren G. Harding í Warren Ohio. Þar komst Kjartan …