Spennan magnast fyrir bikarslaginn á sunnudaginn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Það stefnir í svakalegan leik á sunnudaginn þegar nágrannaliðin Keflavík og Grindavík mætast í Reykjanesbæ í undanúrslitum bikarsins kl. 15:00. Bæði lið hafa verið í feikna formi upp á síðkastið og stemmningin rafmögnuð í herbúðum beggja liða sem og á meðal stuðningsmanna.

Búast má við fullum kofa á sunnudaginn og eru Grindvíkingar hvattir til þess að fjölmenna og bæta í fyrra fallinu til þess að fá miða. Sjálfur úrslitaleikurinn er í húfi. Leikurinn er reyndar sýndur beint á RÚV en engu að síður er fólk hvatt til þess að fjölmenna á leikinn enda stutt að fara!